1093. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6.október 2016 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
2. Fjárhagsáætlun 2016 - viðaukaáætlun og útkomuspá (2015080120)
Lagt fram.
3. Kostnaður vegna sérfræðiþjónustu 2016 (2016090166)
Lagt fram.
4. Tillaga að lausn fyrir heimilislausa í Reykjanesbæ (2016050139)
Bæjarráð vísar málinu til Fasteigna Reykjanesbæjar.
5. Málefni Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum (2016090318)
Lögð fram greining KPMG um stöðu samstarfsins er varðar Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.
6. Kauptilboð í Seylubraut 1 (2016100049)
Bæjarráð hafnar tilboðunum og felur bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.
7. Kauptilboð í Bergveg 22 (2016100050)
Bæjarráð hafnar tilboðunum og felur bæjarstjóra að auglýsa eignina til sölu.
8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 15. september 2016 (2016030191)
Fundargerðin lögð fram.
9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar DBR ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 86 (2016090356)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. október 2016.