1095. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20.10.2016 kl. 08:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
2. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir frekari fresti til að ljúka viðræðum við kröfuhafa bæjarins.
3. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 19. september og 17. október 2016 (2016010751)
Fundargerðirnar lagðar fram.
4. Fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum 11. október 2016 (2016020253)
Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við ákvörðun stjórnar DS að taka tilboði í Garðvang frá Nesfiski ehf. að fjárhæð 97 milljónir króna.
5. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12. október 2016 (2016020009)
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð Fasteigna Reykjanesbæjar 13. október 2016 (2016010799)
Fundargerðin lögð fram.
7. Kauptilboð í Seylubraut 1 (2016100049)
Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.
8. Fjárhags- og starfsáætlanir 2017 (2016060178)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri Fjármálasviðs, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs mættu á fundinn og fóru yfir drög að fjárhags- og starfsáætlunum sviðanna fyrir árið 2017.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2016.