1100. fundur

24.11.2016 00:00

1100. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 24. nóvember  2016 kl. 09:00.

 Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari. 

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

2. Fjárhagsáætlun 2017 - 2022 (2016060178)

Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Oddur Jónsson sérfræðingur hjá KPMG mættu á fundinn og gerður grein fyrir fjárhagsáætlun 2017 til 2022.

3. Níu mánaða árshlutauppgjör (2016050406)

Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og gerðu grein fyrir níu mánaða árshlutauppgjöri.

4. Erindi frá Ásabyggð (2016110268)

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna í málinu.

5. Beiðni um afnot af bílastæðum við Keilisbraut 755 (2016110267)

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá velferðar- og umhverfissviði.

6. Grófin II - viljayfirlýsing varðandi úthlutun (2016100173)

Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að undirrita viljayfirlýsingu við Stöpla  Advisory.  Bæjarstjóri víkur sæti við afgreiðslu málsins.

 7. Gjaldskrá byggingafulltrúa (2016090070)

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá byggingafulltrúa Reykjanesbæjar og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8. Fundargerð Fasteigna Reykjanesbæjar 10. nóvember 2016 (2016010799)

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 17. nóvember 2016 (2016010530)

Fundargerðin lögð fram.

10. United Silicon í Helguvík  (2016110091)                                 

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af lyktar- og reykmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík sem vart hefur orðið við á fyrstu starfsdögum hennar.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir skýrslu frá Umhverfisstofnun og að fulltrúar hennar mæti á næsta fund bæjarráðs þann 1. desember nk.

 

 Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2016.