1101. fundur

01.12.2016 00:00

1101. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 1. desember 2016  kl. 09:00.

 Viðstaddir:  Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Baldur Guðmundsson varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari. 

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, og Oddur G. Jónsson, ráðgjafi hjá KPMG, mættu á fundinn.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og kynnti drög að samkomulagi við kröfuhafa Eignarhaldsfélags Fasteignar ehf. , um grunnforsendur endurskipulagningu efnahags Reykjanesbæjar. annars vegar og kröfuhafa Reykjaneshafnar hins vegar. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar þriðjudaginn 6. des. nk. Bæjarráð telur hins vegar að frekari vinna sé þörf við samkomulagið við kröfuhafa Reykjaneshafnar.

2. Fjárhagsáætlun 2017 - 2022 (2016060178)

Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, og Oddur G. Jónsson, ráðgjafi hjá KPMG, mættu á fundinn. Þau ásamt bæjarstjóra fóru yfir fjárhagsáætlunina eins og hún stendur núna. Talsverðar breytingar hafa orðið á fjárhagsáætluninni frá því að hún var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þ. 1. nóv. sl. Breytingarnar taka mið af þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarin misseri og útlit er fyrir að séu að verða að veruleika. Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar nk. þriðjudag 6. desember.

3. Yfirlýsing frá kennurum Njarðvíkurskóla (2016110344)

Yfirlýsingin lögð fram.

4. Ályktun stjórnar Skólastjórafélags Reykjaness (2016110346)

Ályktunin lögð fram.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - trúnaðarfundur um kjaramál (2016110348)

Lagt fram.

6. Fjölgun barna á Heilsuleikskólanum Háaleiti - erindi frá Skólum ehf. (2016110185)

Bæjarráð samþykkir aukið framlag til að mæta viðbótarþörf allt að 10 börnum í leikskólann Háaleiti.

7. Beiðni um afnot af bílastæðum við Keilisbraut 755 (2016110267)

Bæjarráð samþykkir beiðni Mygroup ehf. að leigja tímabundið til 31. maí 2017 hluta af bifreiðastæðum Hæfingarstöðvarinnar við Keilisbraut 755 og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

8. Fundargerðir Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 9. september og 21. október 2016 (2016030084)

Fundargerðirnar lagðar fram.

9. Fundargerðir stjórnar Reykjanes Geopark 21. október og 25. nóvember 2016 (2016050102)

Fundargerðirnar lagðar fram.

10. Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (2016110349)

Lagt fram.

11. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Northern lights car rental um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Bogatröð 29 (2016100255)

Bæjarráð vísar til umsagnar byggingarfulltrúa dags. 14. nóvember sl. og mælir ekki með veitingu starfsleyfis að svo stöddu.

12. United Silicon í Helguvík (2016110091)

Sigríður Kristjánsdóttir teymisstjóri í eftirlitsteymi, Þorsteinn Jóhannsson teymisstjóri í loftmengunarteymi og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri í umsagna og leyfisteymi Umhverfisstofnunar mættu á fundinn.   Gerði þau  grein fyrir eftirliti Umhverfisstofnunar  í Helguvík og bentu á að allar upplýsingar um stöðu mála hjá USi sé að finna á heimasíður stofunnar (ust.is).  Jafnframt upplýstu þau að Umhverfisstofnun  muni setja upp nýja mæla í Reykjanesbæ á næstu dögum til að tryggja enn betri mælingar. Jafnframt var ákveðið að boðað  yrði til íbúafundar við fyrsta tækifæri.

Ljóst er að frávik hafa orðið á viðmiðum verksmiðjunnar í Helguvík og ítrekar bæjarráð áhyggjur sínar á stöðu mála í Helguvík og telur nauðsynlegt að fylgst verði náið með framvindunni á næstu dögum og vikum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2016.