1104. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. desember 2016 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
2. Samkomulag á milli innanríkisráðherra og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (2014080481)
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samkomulagi við innanríkisráðherra.
3. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 5. desember 2016 (2016050179)
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. desember 2016 (2016020009)
Fundargerðin lögð fram.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Nancy Joanne Ewell um leyfi til að reka gististað í flokki I að Brimdal 1 (2016120205)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Húsnæðissjálfseignarstofnun skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir (2016110044)
Bæjarráð samþykkir stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. janúar 2017.