1105. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 29.12.2016 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Samkomulag á milli innanríkisráðherra og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (2014080481)
Bæjarráð samþykkir samkomulagið við innanríkisráðherra og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
2. Yfirlit yfir störf vinnuhóps um sameiginleg skipulagsmál Garðs, Sandgerðis og Reykjanesbæjar á Miðnesheiði (2016050195)
Lagt fram til kynningar.
3. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 7. nóvember og 12. desember 2016 (2016010751)
Fundargerðirnar lagðar fram.
4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16. desember 2016 (2016030042)
Fundargerðin lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. janúar 2017.