1107. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. janúar 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Thorsil ehf. (2016030197)
Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Málinu frestað.
2. Drög að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings (2016090329)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Málinu frestað.
3. Kvenfélag Keflavíkur - beiðni um styrk (2017010013)
Bæjarráð telur sig ekki fært að verða við erindinu.
4. Erindi stjórnar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (2017010025)
Lagt fram.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags um tímabundið áfengisveitingaleyfi (2017010037)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Driffells ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Heiðarvegi 4 (2017010111)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Birgis H. Rúnarssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Njarðargötu 3 (2017010112)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Delta Cars ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Hvalvík 4 (2016110220)
Málinu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
9. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Procar ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Flugvöllum 6 (2017010058)
Málinu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. janúar 2017.