1109. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. janúar 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Nýr grunnskóli í Dalshverfi (2016110190)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn. Gerðu þeir grein fyrir málinu ásamt bæjarstjóra.
2. Samkomulag á milli Reykjanesbæjar og Jarðvangs ehf. (2017010203)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir samkomulagið.
3. Rekstraruppgjör janúar til október 2016 (2016050406)
Þórey I Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
4. Tilkynning um kaup á fasteignum í Reykjanesbæ (2017010269)
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samruna Almenna leigufélagsins og BK.
5. Útboð endurskoðunar - úrskurðir kærunefndar útboðsmála (2016070036)
Úrskurðir lagðir fram.
6. Umsýsluþóknun í rammasamningum ríkisins (2017010281)
Bæjarráð leggur til að breytt fyrirkomulag á innheimtu umsýsluþóknunar Ríkiskaupa í rammasamningum ríkisins verði dregin til baka og verði óbreytt eins og verið hefur þar sem breytingin er íþyngjandi aðgerð fyrir sveitarfélög. Bæjarráð hvetur til að málið verði tekið fyrir á vettvangi Sambands sveitarfélaga.
7. Fjölgun leikskólaplássa (2017010288)
Bæjarstjóra falið að vinna frekar í málinu.
8. Fundargerð stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 22. desember 2016 (2016050195)
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. janúar 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2017.