1111. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9.febrúar 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Afsláttur af fasteignaskatti (2017020089)
Lagt fram til kynningar.
2. Notkun embættismanna á samfélagsmiðlum (2017020029)
Erindið móttekið. Reykjanesbær vinnur nú að mótun stefnu í notkun samfélagsmiðla sem verður kynnt fljótlega.
3. Heilsugæsla í Reykjanesbæ (2017020093)
Lagt fram.
4. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 20. janúar 2017 (2017020092)
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. janúar 2017 (2017020072)
Fundargerðin lögð fram.
6. Laun kjörinna fulltrúa (2016110212)
Málinu frestað.
7. Gatnaframkvæmdir við Reykjanesbraut 2017 (2017010282)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að kr. 33.000.000,- til framkvæmda við tvö hringtorg við Reykjanesbraut, annarsvegar gatnamótin Aðalgata/Reykjanesbraut og hinsvegar Þjóðbraut/Reykjanesbraut. Fjárhæðin verður tekin af bókhaldslykli 31-600.
8. Mælaborð stjórnsýslusviðs og fjármálasviðs.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með notkun mælaborða í stjórnsýslu bæjarins.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2017.