1113. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. febrúar 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Davíð Páll Viðarsson varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Tilkynning um hluthafafundi (2017020235)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði bæjarins á boðuðum hluthafafundum.
2. XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. mars 2017 (2017020289)
Lagt fram til kynningar.
3. Erindi Akstursíþróttafélags Suðurnesja um styrkveitingu eða niðurfellingu fasteignagjalda (2017020290)
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignagjöldum til handa Akstursíþróttafélagi Suðurnesja vegna Smiðjuvalla 6 n/h.
4. Göltur KE038 - kaupsamningur (2017020293)
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar CRF24 ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 28 (2017010317)
Bæjarráð samþykkir erindið.
6. Fundargerðir stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 9. febrúar 2017 (2017020236)
Fundargerðirnar lagðar fram.
7. HS Veitur - aðalfundur 22. mars 2017 (2017020310)
Bæjarráð leggur til að eftirfarandi verði kjörnir í stjórn HS Veitna hf. Aðalmaður Gunnar Þórarinsson, varamaður Guðbrandur Einarsson, aðalmaður Guðný Birna Guðmundsdóttir, varamaður Kolbrún Jóna Pétursdóttir, aðalmaður Magnea Guðmundsdóttir, varamaður Ingigerður Sæmundsdóttir, aðalmaður Árni Sigfússson, varamaður Böðvar Jónsson. Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundinum.
8. Ráðningarbréf endurskoðanda (2017020309)
Bæjarráð samþykkir ráðningarbréf endurskoðanda og felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að undirrita ráðningarbréfið.
9. Aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar (2016080411)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna í málinu.
10. Kostnaður vegna kjarasamnings tónlistarkennara (2017020318)
Lagt fram og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að koma með tillögu til að mæta þessum aukna launakostnaði.
11. Kauptilboð í lóðina Víkurbraut 21 - 23 (2017020312)
Bæjarráð hafnar tilboðinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2017.