1117. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. mars 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Aðlögunaráætlun (2017030258)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
2. Starfsáætlanir 2017 (2017030348)
Starfsáætlanir 2017 lagðar fram. Bæjarráð þakkar fyrir ítarlegar starfsáætlanir.
3. Vetrarfundur sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 31. mars 2017 (2017030300)
Fundarboð um vetrarfundar S.S.S. lagt fram.
4. Fundargerðir stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 6. og 7. mars 2017 (2017020236)
Fundargerðirnar lagðar fram.
5. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja 15. mars 2017 (2017030370)
Fundargerð lögð fram.
6. Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2015 - 2016 (2017030334)
Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla lögð fram.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Keflavíkurkirkju um tækifærisleyfi (2017030337)
Bæjarráðs samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Samræmt útlit á hönnun efnis frá Reykjanesbæ (2017030359)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 2.000.000,- til að samræma útlit á hönnun efnis frá Reykjanesbæ. Fjárveitingin er tekin af bókhaldslykli 21011.
9. Fundur um málefni Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum 16. mars 2017 (2017030361)
Minnisblað lagt fram.
10. Opnun tilboða í Flugvelli (2016120071)
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda ÍAV hf.
11. Aðalfundur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi 4. apríl 2017 (2017030351)
Fundarboðið lagt fram. Bæjarráð felur Hirti Zakaríassyni að fara með atkvæði bæjarins á fundinum.
12. Forkaupsréttur vegna sölu á Blíðu SH-277 (2017030307)
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.
13. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2017.