1118. fundur

30.03.2017 00:00

1118. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30. mars 2017 þann kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. United Silicon í Helguvík (2016110091)
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri, Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur og Einar Halldórsson, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, læknir og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mættu á fundinn.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar gerðu grein fyrir málinu og niðurstöðu bréfs með ákvörðun stofnunarinnar frá 13. mars 2017 um verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðju Sameinaðs Sílikons hf í Helguvík (United Silicon). Gerð var grein fyrir niðurstöðu fundar samstarfsnefndar um sóttvarnir um að styrkur arsens í nágrenni kísilverksmiðjunnar í Helguvík sé langt undir þeim mörkum sem talin eru valda bráðum alvarlegum heilsuspillandi áhrifum. .

Bæjarráð þakkar Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis fyrir að bregðast við og koma til fundar við bæjarráð með stuttum fyrirvara. Umhverfisstofnun er að ráðast í verkfræðilega úttekt á verksmiðjunni og telur nauðsynlegt að verksmiðjan þurfi að vera í gangi á meðan sú úttekt á sér stað. Þá krefjast framkomnar fréttir um misvísandi niðurstöður mælinga þess að vinnubrögð verði endurskoðuð þannig að íbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar.
Bæjarráð leggur áherslu á að unnið verði markvisst að endurbótum á verksmiðjunni til þess að loftgæði séu ekki skert til lengri tíma.

2. Kísilver í Helguvík - orðsending frá foreldrafélögum Heiðarsels og Heiðarskóla (2017030470)
Orðsendingin lögð fram ásamt leiðréttingu.

3. Tilboð í hlutabréf í HS Veitum (2017030462)
Bæjarráð samþykkir tilboði HS Veitna hf. um kaup á 28.907.700 hlutum í félaginu.

4. Starfsmannamál umhverfissviðs (2017030170)
Bæjarráð samþykkir að auglýst verði staða skipulagsfulltrúa. Launakostnaður verður tekinn út af bókhaldslykli 21011.

5. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 27. mars 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs.16. janúar, 3. febrúar og 13. mars 2017 (2017030434)
Fundargerðir lagðar fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2017.