1119. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. apríl 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
2. Suðurnesjalína 2 - framkvæmdaleyfi (2014050200)
Lagt fram bréf frá Landsneti dags. 27. mars 2017 ásamt úrskurðum frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlinamála frá 28. mars s.l.
3. Rekstraruppgjör janúar og febrúar 2017 (2017040063)
Lagt fram
4. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitafélaga 10. mars 2017 (2017040040)
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. mars 2017 (2017020072)
Fundargerðin lögð fram.
6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Alex Guesthouse ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Aðalgötu 60 (2017020397)
Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
7. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2017.