1121. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27. apríl 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Jóhann Sigurbergsson, Baldur Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Ársreikningur 2016 (2017040065)
Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds, Theodór Sigurbergsson og Sturla Jónsson löggiltir endurskoðendur hjá Grant Thornton mættu á fundinn.
Farið yfir ársreikning 2016.
2. Fitjabraut 1c (2017040276)
Bæjarráð samþykkir að kaupa fasteignina að Fitjabraut 1c, fnr 228-0360 skv. kauptilboði að fjárhæð kr. 105.000.000,-
3. Tímabundið húsnæði grunnskóla í Dalshverfi (2016110190)
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Hýsi að fjárhæð kr.131.489.115,-
4. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Mycar ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Keilisbraut 762 (2017040038)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Concept Events um tækifærisleyfi (2017040244)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins um tækifærisleyfi (2017040245)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Yngva Þórs Geirssonar um tækifærisleyfi (2017040272)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Aðalfundur Keilis 2. maí 2017 (2017040241)
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
9. Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja 3. maí 2017 (2017040274)
Lagt fram.
10. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteign ehf. 3. maí 2017 (2017040275)
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
11. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 13. október og 15. desember 2016 (2016030191)
Fundargerðirnar lagðar fram.
12. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 16. febrúar og 23 mars 2017 (2017040243)
Fundargerðirnar lagðar fram.
13. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 3. apríl 2017 (2017020236)
Fundargerðin lögð fram.
14. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 7. apríl 2017 (2017010303)
Fundargerðin lögð fram.
15. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12. apríl 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.
16. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 24. apríl 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.
17. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. maí 2017.