1123. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. maí 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Endurskoðunarskýrsla 2016 (2017040065)
Theodór Sigurbergsson og Sturla Jónsson löggiltir endurskoðendur hjá Grant Thornton mættu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslunni. Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds, mætti einnig á fundinn.
2. Aðlögunaráætlun og fjárhagsleg viðmið sveitastjórnarlaga (2017030258)
Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
3. Viðaukaáætlun 2017 (2017050089)
Bæjarráð samþykkir viðaukaáætlun Reykjanesbæjar vegna Ásbrúar.
4. Hafnargata 2 (2015120093)
Bæjarráð samþykkir erindi sviðstjóra umhverfissviðs um niðurrif á Vélarhúsi.
5. Skólamatur fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar (2017050094)
Kristinn Þ. Jakobsson áheyrnarfulltrúi vék af fundi.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Skólamatar samkvæmt útboði og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
6. Framkvæmdir við stíga í Dalshverfi (2017050103)
Bæjarráð frestar erindinu.
7. Námsgögn fyrir grunnskólanemendur (2017030478)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til skólanna frá og með næsta skólaári og verða fjármunirnir teknir út af bókhaldslykli 21-011. Samþykkt 4 - 0, Böðvar Jónsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.
8. Flokkun úrgangs (2017050047)
Bæjarráð fagnar erindi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga.
9. Samtök orkusveitarfélaga - ársreikningur 2016 (2017050040)
Lagt fram.
10. Ársfundur Brunavarna Suðurnesja bs. 11. maí 2017 (2017050046)
Lagt fram.
11. United Silicon í Helguvík (2016110091)
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs gerðu grein fyrir málinu.
12. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 3. maí 2017 (2017030254)
Lagt fram.
13. Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 3. maí 2017 (2017040274)
Lagt fram.
14. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2017.