1125. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 1. júní 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Starfsmannamál (2017050014)
Bæjarráð hefur móttekið uppsögn byggingarfulltrúa og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöðu byggingarfulltrúa.
2. Nýr skóli í Dalshverfi - álit og mat á fjárhagslegum áhrifum skv. 66. grein sveitarstjórnarlaga (2017050359)
Lagt fram álit og mat á fjárhagslegum áhrifum skv. 66. gr. sveitarstjórnarlaga vegna nýs skóla í Dalshverfi. Niðurstaða álitsins staðfestir að ekki sé vandkvæði á að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga skólans miðað við niðurstöðu aðlögunaráætlunar.
3. Fjárhagsáætlun 2018 (2017050361)
Lagt fram til kynningar tímaáætlun fjárhagsáætlunarferlis 2017 og samþykkt um fjárhagsáætlunarferli.
4. Erindi vegna opnunartíma veitingastaða (2017050288)
Lagt fram bréf Björgvins Ívars Baldurssonar dags. 23. maí sl. um opnunartíma veitingastaða. Bæjarstjóra er falið að afla frekari gagna í málinu.
5. United Silicon í Helguvík (2016110091)
Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar frá 12. maí sl.
6. Ársreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016 (2017050251)
Þar sem veruleg frávik eru frá upphaflegri fjárhagsáætlun ársins 2016 þá óskar bæjarráð eftir því að formaður stjórnar og framkvæmdarstjóri sambandsins mæti á fund ráðsins.
7. Erindi stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja varðandi sameiningu við Sorpu (2017050304)
Bæjarráð samþykkir að boðað verði til eigendafundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja áður en formleg afstaða verður tekin til sameiningar.
8. Tillögur að reglugerðarbreytingum vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (2017050334)
Lagt fram.
9. Aðalfundur Eignahaldsfélags Suðurnesja 6. júní 2017 (2017050303)
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 (2017020072)
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 26. maí 2017 (2017020092)
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 26. maí 2017 (2017010303)
Fundargerðin lögð fram.
13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar G.M.A. ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Djúpavogi 20, Höfnum (2017030045)
Bæjarráð mælir gegn veitingu leyfisins á grundvelli þess að gistiheimilið er á íbúðarhúsalóð á skilgreindu íbúðasvæði í skipulagi bæjarins. Breytt notkun hússins í atvinnurekstur sem gistiheimili í fl. II samræmist ekki skipulagi svæðisins.
14. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Lukasz Andrezej Oliszewicz um leyfi til að reka gististað í flokki II að Bergvegi 24 (2017040033)
Bæjarráð mælir gegn veitingu leyfisins á grundvelli þess að gistiheimilið er á íbúðarhúsalóð á skilgreindu svæði í aðal- og deiliskipulagi Reykjanesbæjar sem íbúðasvæði. Breytt notkun hússins í atvinnurekstur sem gistiheimili í fl. II samræmist ekki skipulagi svæðisins.
15. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Summus ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Hólmbergsbraut 1 (2017040237)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti að því gefnu að bílastæði séu til staðar fyrir 76 ökutæki.
16. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.
17. Nýr grunnskóli í Dalshverfi (2016110190)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir samningnum.
Bæjarráð samþykkir hönnunarsamning við Arkis arkitektastofu vegna byggingu nýs grunnskóla í Dalshverfi.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2017.