1128. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. júní 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Rekstraruppgjör apríl 2017 (2017040063)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
2. Viðaukaáætlun 2017 (2017050089)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir viðaukaáætlun 2017.
3. Almenningssamgöngur - gjaldtaka (2017060268)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldtöku almenningsvagna með 3 atkvæðum meirihluta. Þar sem minnihlutinn hefur lagst gegn gjaldtöku í almenningsvögnum, situr hann hjá við útfærslu að gjaldtöku.
4. Rekstur og umhirða knattspyrnusvæða í Reykjanesbæ (2017010165)
Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2017, um rekstur og umhirðu knattspyrnusvæða í Reykjanesbæ.
5. Opnunartími veitingastaða (2017050288)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarstjóra falið að eiga fund með forsvarsmönnum veitingahússins Paddys ásamt öðrum aðilum er að málinu koma.
6. Fasteignir í eigu Íbúðalánasjóðs (2017060145)
Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki kauprétt á fasteignum Íbúðalánasjóðs.
7. Notkun samfélagsmiðla (2017020029)
Lagt fram.
8. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 10. apríl og 11. maí 2017 (2017030434)
Lagt fram.
9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. júní 2017 (2017010264)
Lagt fram.
10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Rekstrarfélags Tíu-ellefu ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Fitjum (2017040029)
Bæjarráð samþykkir erindið.
11. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið.