1135. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. ágúst 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi. Ásbjörn Jónsson ritaði fundargerð.
1. United Silicon í Helguvík (2016110091)
Lögð fram fréttatilkynning frá Sameinað Sílikon ehf. (United Silicon) frá 14. ágúst sl. Bæjarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir málinu.
2. Fundarboð frá Virðingu fyrir FORK vegna Magma bréfsins (2015060565)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
3. Opnunartími veitingastaða (2017050288)
Bæjarráð samþykkir að fresta breytingu á opnunartíma veitingastaða sem átti að taka gildi þann 1. desember nk.
4. Samgönguáætlun 2018 - 2029 (2017080117)
Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 19. júní 2017. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna til kynningar fyrir samgönguráð.
5. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 9. ágúst 2017 (2017010264)
Lagt fram.
6. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 10. ágúst 2017 (2017010188)
Lagt fram.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fagrablaks frá Keflavík ehf. um tækifærisleyfi (2017080094)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Reykjanesbæjar f.h. Fjörheima um tækifærisleyfi (2017080096)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Böðvar Jónsson vék af fundi.
Gert var fundarhlé kl. 10:00. Fundur hefst aftur kl. 11:00.
9. United Silicon í Helguvík (2016110091)
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri, Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri, Einar Halldórsson, sérfræðingur og Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir læknir og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis, Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi, Davíð Páll Viðarsson, varabæjarfulltrúi, og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn.
Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Embættis landlæknis gerðu grein fyrir málinu.
„Kísilmálmverksmiðja Sameinaðs Sílikon hefur nú verið starfrækt í 9 mánuði án þess að tekist hafi að stöðva mengun frá verksmiðjunni en mengun sem þessi gengur þvert á forsendur starfsleyfis verksmiðjunnar. Hluti íbúa Reykjanesbæjar hefur ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum og vanlíðan vegna þess og slíkt er með öllu ólíðandi.
Í samtölum við forsvarsmenn fyrirtækisins hefur komið fram að nú liggi fyrir listi yfir atriði sem enn þarfnast lagfæringar og úrbóta sem taka mun vikur eða jafnvel mánuði að hrinda í framkvæmd. Að óbreyttu má því búast við áframhaldandi mengun frá verksmiðjunni með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa.
Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun.“
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. ágúst 2017.