1136. fundur

24.08.2017 00:00

1136. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 24. ágúst 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Forkaupsréttur vegna sölu á Svani KE-77 (2017080255)
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.

2. Styrkbeiðni frá Andstæðingum stóriðju í Helguvík (2017080269)
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3. Aðalfundur Fasteigna Reykjanesbæjar 29. ágúst 2017 (2017080263)
Fundarboð lagt fram. Formaður bæjarráðs fer með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

4. Aðalfundur Tjarnargötu 12 ehf. 29. ágúst 2017 (2017080268)
Fundarboð lagt fram. Formaður bæjarráðs fer með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

5. Málþing sveitarfélaga 5. september 2017 (2017080260)
Lögð fram dagskrá málþingsins. Bæjarráð samþykkir að greiða málþingsgjald fyrir bæjarfulltrúa.

6. Eigendafundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 21. september 2017 (2017050304)
Fundarboð lagt fram.

7. FORK sjóðurinn (2015060565)
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs gerðu grein fyrir málinu.

8. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Ferðavagna ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Iðavöllum 1 (2017060361)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti miðað við 13 bifreiðar.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Kaffi Duus um tækifærisleyfi (2017080167)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2017080171)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fagrablaks frá Keflavík ehf. um tækifærisleyfi (2017080174)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Úttekt og verkferlar umhverfissviðs (2017050014)
Róbert Ragnarsson, ma.scient.pol. mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.


Bæjarráð samþykkir að taka inn á dagskrá fundarins eftirfarandi mál.

13. Innviðauppbygging á Ásbrú ( 2017040077)
Lagt fram sameiginlegt minnisblað Heimavalla, Ásbrúar íbúða og Reykjanesbæjar. Bæjarráð fagnar samkomulaginu og þakkar samstarfsaðilum fyrir vilja til samstarfs við uppbyggingu á Ásbrú.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:40.