1139. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. september 2017 kl. 08:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðunum. Bæjarráð samþykkir drög að bréfi til kröfuhafa.
2. Styrkbeiðni frá knattspyrnudeildum Keflavíkur og Njarðvíkur (2017090166)
Málinu er frestað.
3. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Keflavíkur um tækifærisleyfi (2017090157)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4. Aðalfundur Öldungaráðs Suðurnesja 23. september 2017 (2017090162)
Fundarboð lagt fram. Bæjarstjóra falið að tilnefna fulltrúa í ráðið.
5. Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses. 25. september 2017 (2017090075)
Fundarboð lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundinum.
6. Nordregio Forum - ráðstefna norrænu byggðastofnunarinnar 29. - 30. nóvember 2017 (2017090163)
Lagt fram.
7. Fundargerðir stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 15. ágúst og 8. september 2017 (2016050195)
Fundargerðirnar lagðar fram.
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 1. september 2017 (2017020072)
Fundargerð lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2017.