1141. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. september 2017 kl. 09:00
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.
1. Drög að samkomulagi við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (2017090296)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
2. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga (2016120181)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir lántökunni. Bæjarráð samþykkir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 3,6 milljörðum kr. og vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.
3. Tilnefning í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (2017090228)
Bæjarráð tilnefnir Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur sem aðalmann og Guðbrand Einarsson sem varamann.
4. Lögreglusamþykktir sveitarfélaga á Suðurnesjum (2017060143)
Bæjarráð samþykkir að kannaðir verði möguleikar á sameiginlegri lögreglusamþykkt sveitarfélaganna á Suðurnesjum og tilnefnir bæjarstjóra í vinnuhóp.
5. Breytingar á húsnæði og þjónustu (2016080203)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að 11.800.000,- kr. og verður fjárhæðin tekin af bókhaldslykli 21011.
6. Öldungaráð Suðurnesja - beiðni um styrk (2017090263)
Erindið lagt fram. Bæjarráð bendir á að Reykjanesbær styrkir nú þegar öldungaráðið með því að leggja til húsnæði fyrir starfsemi þess.
7. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 4. október 2017 (2017090254)
Fundarboðið lagt fram. Bæjarstjóra er falið að sitja ársfundinn.
8. Fundargerðir stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 4. og 18. september 2017 (2017020236)
Fundargerðirnar lagðar fram.
9. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 14. september 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja 23. september 2017 (2017090162)
Fundargerðin lögð fram.
11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Réttarins ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 90c (2017080100)
Umsagnir frá byggingarfulltrúa, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og Brunavörnum Suðurnesja lagðar fram. Bæjarráð samþykkir erindið.
12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hestamannafélagsins Mána um tækifærisleyfi (2017090258)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að taka fyrir eftirfarandi mál:
13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Körfuknattleiksdeildar UMFN um tækifærisleyfi (2017090325)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur verði haldinn miðvikudaginn 4. október kl. 08:00 vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2017.