1144. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. október 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Gjaldskrá 2018 (2017050361)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Málinu frestað.
2. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga (2016120181)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að samsetning fjármögnunar lánsins hjá LSS skuli vera þannig að 2,0 ma. kr. verði LSS 34 og 1,6 ma. kr. verði LSS 55.
3. Erindi frá Öldungaráði Suðurnesja um heilbrigðismál á Suðurnesjum (2017100148)
Lagt fram bréf Öldungaráðs Suðurnesja til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16. okt. sl.
4. Vörugjöld bílaleigubíla (2017100154)
Lagt fram bréf dags. 13. okt. sl. frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
5. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 12. júní, 8. september og 9. október 2017 (2017030434)
Fundargerðirnar lagðar fram.
6. Fundargerð stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 10. október 2017 (2016050195)
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 10. október 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 11. október 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2017.