1145. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. október 2017 kl. 08:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldór Ármannsson áheyrnarfulltrúi, Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Leiga á Reykjanesvita (2017100198)
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Vegagerðina að leigja Reykjanesvita og fá heimild til að framleigja hann.
2. Fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 29. og 30. september 2017 (2017090228)
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 20. október 2017 (2017020092)
Fundargerðin lögð fram.
4. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar New Horizons ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Holtsgötu 52 (2017090202)
Frestað er afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Reykjanesbæjar f.h. Fjörheima um tækifærisleyfi (2017100186)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2017100184)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Fjárhagsáætlun 2018 (2017050361)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn og fóru yfir drög að fjárhagsáætlun sviðanna fyrir árið 2018.
Bæjarráð samþykkti að taka fyrir eftirfarandi mál:
8. Samningur um uppgjör lífeyrisskuldbindinga (2017100269)
Bæjarráð samþykkir samning við ríkissjóð um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga vegna hjúkrunarheimilanna Garðvangs og Hlévangs. Jafnframt samþykkir bæjarráð drög að samningi á milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Garðs, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Voga um uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna hjúkrunarheimilis sveitarfélaganna og felur bæjarstjóra að undirrita samningana.
9. Verkefnaáætlun stýrihóps vegna atvinnu og þróunarsvæðis á Miðnesheiði (2016050195)
Bæjarráð samþykkir verkefnaáætlun stýrihópsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2017.