1148. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. nóvember 2017 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Rekstraruppgjör ágúst 2017 (2017040063)
Lagt fram.
2. Fasteignir Reykjanesbæjar - Almennar íbúðir hses. (2017110181)
Bæjarráð samþykkir kaupsamning um sölu á Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. til Almennra íbúða hses. og lánasamning á milli Almennra íbúða og Reykjanesbæjar. Jafnframt samþykkir bæjarráð ábyrgðaryfirlýsingu til Íbúðalánasjóðs á grundvelli 5. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.
3. Stýrihópur um atvinnu- og þróunarsvæði á Miðnesheiði (2016050195)
Lögð fram skýrsla frá VSÓ Ráðgjöf.
4. Lögreglusamþykkt (2017060143)
Lögð fram drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarráð vísar drögunum til yfirferðar í fastanefndum bæjarins.
5. Heimsókn frá vinabæjum á Norðurlöndum 26. - 27. október 2017 (2017110179)
Fundargerðir lagðar fram. Bæjarráð samþykkir að vinabæjarmótið 2018 sem haldið er í Reykjanesbæ, verði dagana 7. til 9. júní nk.
6. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 23. október og 13. nóvember 2017 (2017030434)
Fundargerðirnar lagðar fram.
7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. nóvember 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 9. nóvember 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.
9. Fjárhagsáætlun 2018 - 2022 (2017050361)
Málinu frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2017.