1150. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30. nóvember 2017 kl. 10:00
Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarson, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Fundargerð verkefnastjórnar nýs grunnskóla í Reykjanesbæ 27. nóvember 2017 (2016110190)
Viggó Magnússon frá ARKÍS arkitektum, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Fundargerð verkefnastjórnar nýs grunnskóla í Reykjanesbæ lögð fram.
2. Fjárhagsáætlun 2018 - 2022 (2017050361)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Gerði hún grein fyrir breytingum á fjárhagsáætlunum Reykjanesbæjar 2018-2022. Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárhagsáætlun milli umræðna á þann hátt að hækkun er á skatttekjum og leiðréttingar á gjöldum. Auk þess samþykkti bæjarráð að hækka hvatagreiðslur um kr. 3 milljónir vegna hækkunar á aldri upp í 18 ár og færa 50 milljónir kr. í óráðstafað.
3. Húseign nr. 646 við Háaleitisskóla (2017040077)
Bæjarráð samþykkir að bygging 646 við Háaleitisskóla verði notuð fyrir starfsemi skólans.
4. Fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum 13. nóvember 2017 (2017100006)
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 22. nóvember 2017 (2017040243)
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 23. nóvember 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja 24. nóvember 2017 (2017030370)
Fundargerðin lögð fram.
8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ice Rental - Camper Iceland ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Vesturbraut 10A (2017100185)
Lagðar voru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Keflavíkur um tækifærisleyfi (2017110343)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
10. Umsókn um stofnframlög vegna byggingar námsmannaíbúða (2017100005)
Málinu frestað.
11. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður hjá Logos mættu á fundinn. Bæjarráð samþykkir samkomulagið um grunnforsendur endurskipulagningar efnahags Reykjanesbæjar ásamt leigusamningum við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. og EFF 5 ehf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. desember 2017.