1154. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. janúar 2018 kl. 09:00
Viðstaddir:
Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Fundargerðir stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 27. september og 13. desember 2017 (2017030254)
Fundargerðirnar lagðar fram.
2. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 18. desember 2017 (2017030434)
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. og 28. desember 2017 (2017010264)
Fundargerðirnar lagðar fram.
4. Fundargerð skiptastjórnar DS 21. desember 2017 (2017120254)
Fundargerðin lögð fram.
5. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
a. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.
b. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál inn í dagskrá:
6. Almenningssamgöngur – gjaldtaka (2017060268)
Meirihluti bæjaráðs samþykkir að þeir nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa að sækja skólaúrræði utan skólahverfis eigi rétt á strætókorti. Jafnframt samþykkir meirihluti bæjarráðs að nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem búa í meira en 1,5 km göngufjarlægð frá hverfisskóla sínum fái jafnframt strætókort án endurgjalds.
Undirritaðir leggja fram eftirfarandi bókun: Við undirritaðir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sitjum hjá við afgreiðslu málsins þar sem við höfum frá upphafi lagst gegn gjaldtöku í strætó og tökum því ekki afstöðu til útfærslu á henni.
Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. janúar 2018.