1155. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. janúar 2018 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Frumvörp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (2018010080)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
2. Verkefnastjóri viðskiptaþróunar – starfsrammi (2017110345)
Málinu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.
3. Verkefnastjóri fjölmenningar – starfsrammi (2018010107)
Málinu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.
4. Samkomulag við Brú, lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga (2017030449)
Lagt fram.
5. Blue Diamond - samningur við GRP ehf. (2017050009)
Lagt fram.
6. Styrkur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar (2014060346)
Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 29. desember sl.
7. Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ (2016100308)
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 2.300.000,- við verkefnið vegna aukinnar þátttöku íbúa í verkefninu og er það tekið út af bókhaldslykli 21011.
8. Þjónusta sveitarfélaga 2017 - niðurstöður könnunar (2018010082)
Lagt fram.
9. Samantekt funda verkefnaráðs vegna Suðurnesjalínu 2 29. nóvember og 20. desember 2017 (2017100235)
Lagt fram.
10. Fundargerðir skiptastjórnar DS 21. desember 2017 og 4. janúar 2018 (2017120254)
Fundargerðir lagðar fram. Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma um að eftirstöðvunum verði ráðstafað í sérstakan sjóð til uppbyggingar hjúkrunarrýma sbr. bókun í 2. fundargerð skiptastjórnar.
11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ungmennafélags Njarðvíkur um tækifærisleyfi (2018010042)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. janúar 2018.