1168. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. apríl 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Sundhöll Keflavíkur (20160101929)
Formaður bæjarráðs upplýsti um samskipti við Minjastofnun.
2. Ársreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017 (2018040230)
Lagt fram.
3. Flugakademía Keilis - styrkur vegna fasteignagjalda (2018040186)
Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.
4. Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur - umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga (2018010348)
Lagt fram.
5. Tillögur starfshóps um ný lög um leigubifreiðar (2018040207)
Lagt fram.
6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 11. apríl 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 12. apríl 2018 (2018010222)
Fundargerðin lögð fram.
8. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
Tillaga til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, 250. mál.
Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar fram kominni þingsályktunartillögu. Eins og úttekt Aton sýnir hallar verulega á Suðurnesjamenn þegar framlög til ríkisstofnana eru skoðuð á sama tíma og sveitarfélögin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita íbúum, þeim sem fyrir eru og nýjum, íslenskum og erlendum, viðunandi stig lögboðinnar þjónustu. Fordæmi eru fyrir sams konar samstarfi og hér er lagt til að komið verði á laggirnar m.a. þegar uppbygging virkjana og álvers á Austurlandi stóð yfir. Spár flugfélaganna og ISAVIA gera ráð fyrir að störfum, eingöngu í tengslum við aukna flugumferð um Keflavíkurflugvöll, muni fjölga um 400-500 á ári næstu árin. Það er eins og eitt álver á ári. Þá eru ótalin öll önnur störf sem þarf að manna á svæðinu. Því er fyrirséð að fólksfjölgun, sem var 8,8% í Reykjanesbæ 2017, mun halda áfram næstu árin. Gera má ráð fyrir að stór hluti nýrra íbúa verði af erlendu bergi með tilheyrandi álagi, áhrifum og breytingum á innviðum, þjónustu, samfélagsmynstri og menningu sem nauðsynlegt er að fylgjast með, mæla og rannsaka.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. maí 2018.