1169. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. apríl 2018 kl. 08:00
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.
1. Stapaskóli (2016110190)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
2. Leiðrétting fjárhagsáætlunar vegna stöðu skipulagsfulltrúa (2018040268)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfisviðs mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir að launakostnaður skipulagsfulltrúa fyrir árið 2018 verði færður á bókhaldslykil 21011.
3. FORK sjóðurinn (2015060565)
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður hjá Logos og Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
4. Ársreikningur 2017 (2018040133)
Theodór S. Sigurbergsson og Sturla Jónsson, löggiltir endurskoðendur hjá Grant Thornton mættu á fundinn og gerðu grein fyrir drögum að endurskoðunarskýrslu 2017. Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu einnig á fundinn.
5. Verðmat lóða Reykjaneshafnar (2018040283)
Guðmundur Pálsson og Oddur Gunnar Jónsson frá KPMG mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri mættu einnig á fundinn.
6. Sundhöll Keflavíkur (2016010192)
Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 20. apríl sl. lagt fram til kynningar.
7. Þróunarsvæði á Miðnesheiði (2016050195)
Bæjarráð samþykkir að veita samstarfshópi um atvinnu- og þróunarmöguleika á Miðnesheiði umboð til að vinna áfram eftir tillögu fjögur í skýrslu KPMG sem kynnt var bæjarfulltrúum sveitarfélaganna sem að samstarfinu standa á fundi 16. apríl sl.
8. Nýtt hjúkrunarheimili (2018040137)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
9. HM skjárinn - beiðni um styrk (2018040274)
Bæjarráð samþykkir styrk vegna HM skjás í Reykjanesbæ að upphæð kr. 250.000,-
10. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 18. apríl 2018 (2018010428)
Fundargerðin lögð fram.
11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Barveldisins ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 36a (2018030144)
Bæjarráð samþykkir erindið.
12. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
a. Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál.
b. Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál.
c. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál.
d. Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029, 479. mál.
e. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 – 2024, 480. mál.
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. maí 2018.