1170. fundur

03.05.2018 00:00

1170. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3. maí 2018 kl. 09:00

Viðstaddir:
Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Ársreikningur 2017 (2018040133)
Þórey I. Guðmundsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Rekstraruppgjör janúar og febrúar 2018 (2018040368)
Lagt fram. Þórey I. Guðmundsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

3. Lóðayfirfærsla frá Reykjaneshöfn til Reykjanesbæjar (2018040283)
Þórey I. Guðmundsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Málinu frestað.

4. Listamaður Reykjanesbæjar 2018 - 2022 (2018020063)
Bæjarráð samþykkir tillögu menningarráðs um tilnefningu listamanns Reykjanesbæjar 2018 til 2022. Nafn listamannsins verður tilkynnt við hátíðarhöldin á 17. júní n.k.

5. Sundhöll Keflavíkur (2016010192)
Lagt fram minnisblað um hæfi nefndarmanns.

6. Almennar íbúðir hses. - skipan í fulltrúaráð (2018040339)
Málinu frestað.

7. Stefnumótun í upplýsingatækni (2018040381)
Lagt fram.

8. Breytingar á Háaleitisskóla (2017040077)
Bæjarráð samþykkir kr. 30 milljóna fjárveitingu vegna kostnaðar við breytingu á skólanum og er fjárhæðin tekin út af bókhaldslykli 31-600 – óráðstafað.

9. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 23. apríl 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 27. apríl 2018 (2018020059)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. maí 2018.