1171. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. maí 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Stapaskóli (2016110190)
Guðlaugur H. Sigurjónsson og Helgi Arnarson mættu og gerðu grein fyrir málinu.
2. Almenningssamgöngur – gjaldtaka (2017060268)
Bæjarráð samþykkir að tekið verði upp skiptimiðakerfi í almenningssamgöngum í Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson ítreka andstöðu sína við gjaldtöku í almenningssamgöngum í Reykjanesbæ og sitja hjá við afgreiðslu málsins. Kristinn Þór Jakobsson ítrekar jafnframt andstöðu sína við gjaldtökuna.
3. Lóðayfirfærsla frá Reykjaneshöfn til Reykjanesbæjar (2018040283)
Bæjarráð samþykkir að yfirfærsla lóðanna frá Reykjaneshöfn til Reykjanesbæjar í Helguvík sé að fjárhæð kr. 4,6. milljarðar.
4. Nýtt hjúkrunarheimili (2018040137)
Umsóknin lögð fram og kynnt af bæjarstjóra.
5. Áfangastaðaáætlun Reykjaness (2018020210)
Lagt fram. Bæjarráð vísar málinu til umhverfissviðs og samstarfshóps um ferðaþjónustu hjá Reykjanesbæ.
6. Deiliskipulag Framnesvegur 11 (2016010192)
Lagt fram minnisblað um hæfi nefndarmanns.
7. Almennar íbúðir hses. - skipan í fulltrúaráð (2018040339)
Bæjarráð skipar eftirtalda aðila í fulltrúaráð: Árna Sigfússon, Böðvar Jónsson , Ingigerði Sæmundsdóttur, Elínu Rós Bjarnadóttur, Kristinn Þ. Jakobsson, Sr. Erlu Guðmundsdóttur, Sr. Brynju Vigdísi Þorsteinsdóttur og Bryndísi Kjartansdóttur.
8. Yfirlit forseta bæjarstjórnar vegna starfsársins 2017 (2018050149)
Lagt fram.
9. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 18. apríl 2018 (2018020064)
Lagt fram.
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. apríl 2018 (2018030416)
Lagt fram.
11. Úttektir slökkviliða 2017 (2018050079)
Lagt fram.
12. Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga (2018050094)
Lagt fram.
13. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Ice Rental - Camper Iceland ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Vesturbraut 10a (2018030326)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
14. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar McLouis á Íslandi um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Vesturbraut 10a (2018040271)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
15. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Rent Nordic ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Flugvöllum 6 (2018030228)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
16. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Kamska ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Austurgötu 13 (2018040179)
Bæjarráð samþykkir erindi fyrir sitt leyti.
17. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. maí 2018.