1173. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 24. maí 2018 kl. 09:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Viðbótarfjárveiting vegna vistunar í Vinakoti (2018020298)
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar og Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
2. Erindi körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og UMFN (2018050090)
Bæjarráð samþykkir styrk til aðalstjórnar Keflavíkur að fjárhæð kr. 6.000.000,- sem skiptist jafnt á milli körfuknattleiksdeildar Keflavíkur að fjárhæð kr. 3.000.000,- og knattspyrnudeildar Keflavíkur að fjárhæð kr. 3.000.000,- og styrk til aðalstjórnar UMFN að fjárhæð kr. 6.000.000,- sem skiptist jafnt á milli körfuknattleiksdeildar UMFN að fjárhæð kr. 3.000.000,- og knattspyrnudeildar UMFN að fjárhæð kr. 3.000.000,-. Fjárhæðin er tekin af bókhaldslykli 21011.
3. Úttekt á verkferlum vegna United Silicon (2018050281)
Bæjarráð samþykkir að fram fari úttekt á þeim verkferlum sem voru viðhafðir hjá Reykjanesbæ í samskiptum sveitarfélagsins við United Silicon. Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna hlutlausan og utanaðkomandi aðila til að annast þessa úttekt. Kostnaður vegna úttektar verður tekinn út af bókhaldslykli 21011.
4. Vinnuhópur um nýjan gervigrasvöll (2018020005)
Niðurstöður vinnuhóps lagðar fram.
5. Vinabæjarmót 7. og 8. júní 2018 (2017110179)
Bæjarráð samþykkir dagskrá vinabæjarmótsins sem verður í Reykjanesbæ þann 7. og 8. júní nk.
6. Skiptastjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum - fundargerð 16. maí 2018 og skiptafrumvarp (2017120254)
Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð samþykkir drög að frumvarpi vegna slita DS og felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á skiptafundinum.
7. Ársskýrsla Reykjaneshafnar 2017 (2018040140)
Lagt fram.
8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 17. maí 2018 (2018010222)
Fundargerðin lögð fram.
9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Malgorzata Mordon Szacon um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hraunsvegi 8 (2018040206)
Bæjarráð leggst gegn því að rekstur gistiheimilis í flokki II verði heimilaður á svæðum sem skilgreind eru íbúðasvæði í skipulagi bæjarins.
10. Laun kjörinna fulltrúa (2018050282)
Bæjarráð samþykkir breytingar á launum kjörinna fulltrúa og nefnda sem taka gildi 1. júlí 2018.
Kristinn Þ. Jakobsson ítrekar afstöðu sína um að áheyrnarfulltrúar eigi rétt á föstum launum fyrir fundi.
11. Erindi Þroskahjálpar á Suðurnesjum um styrkveitingu vegna fasteignagjalda (2018050285)
Málinu frestað.
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá:
12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Isavia ohf. um tækifærisleyfi (2018050303)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. júní 2018.