1175. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. júní 2018 kl. 09:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs (2018060115)
Tillaga kom um Friðjón Einarsson sem formann bæjarráðs. Var hann réttkjörinn. Stungið var upp á Guðbrandi Einarssyni sem varaformanni bæjarráðs og var hann réttkjörinn.
2. Kosningar í nefndir/verkefnisstjórnir sbr. 58. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar (2018060116)
2.1. Stjórn Brunavarna Suðurnesja bs. - 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Friðjón Einarsson (S), Trausti Arngrímsson (B), Andri Örn Víðisson (D)
Varamenn: Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Baldur Þórir Guðmundsson (D)
2.2. Stjórn Heilbrigðisnefndar Suðurnesja - 1 aðalmaður og 1 til vara
Aðalmaður: Yngvi Hákonarson (B)
Varamaður: Andri Freyr Stefánsson (B)
2.3. Stjórn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum - 1 aðalmaður og 1 til vara
Aðalmaður: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B)
Varamaður: Berglín Sólbrá Bergsdóttir (B)
2.4. Stjórn Reykjanes jarðvangs - 1 aðalmaður og 1 til vara
Aðalmaður: Sigurgestur Guðlaugsson
Varamaður: Kjartan Már Kjartansson
2.5. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum - 1 aðalmaður og 1 til vara
Aðalmaður: Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y)
Varamaður: Jóhann Friðrik Friðriksson (B)
2.6. Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja - 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Önundur Jónasson (B), Páll Orri Pálsson (D)
Varamenn: Bergur Þór Eggertsson (B), Ríkharður Ibsensson (D)
3. Ráðningarsamningur bæjarstjóra (2018060179)
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að ráða Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra Reykjanesbæjar til loka þessa kjörtímabils og felur formanni bæjarráðs að undirrita samning.
4. Upplýsingatæknistefna Reykjanesbæjar (2018040381)
Lögð fram til kynningar.
5. Viðbótarfjárveiting vegna vistunar í Vinakoti (2018020298)
Bæjarráð samþykkir færslu kr. 38.200.000,- af bókhaldslykli 02-565 yfir á bókhaldslykil 02-518 til að mæta viðbótarframlagi vegna endurnýjunar á þjónustusamningi við Vinakot.
6. Ráðning á sameiginlegum persónuverndarfulltrúa (2018060055)
Erindinu frestað og bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu.
7. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna (2018050180)
Lagt fram til kynningar minnisblað um snemmtæka íhlutun í málefnum barna. Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2019.
8. Skólavist nemenda með íslenskt táknmál að móðurmáli (2018060101)
Lagt fram bréf dagsett 14. júní 2018 frá Helga Arnarsyni sviðsstjóra fræðslusviðs og Kolfinnu Njálsdóttur deildarstjóra skólaþjónustu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins til upplýsingar.
9. Reglur um styrki til greiðslu fasteignagjalda (2018050388)
Drög að reglum lögð fram til kynningar.
10. Öldungaráð (2018060197)
Fundargerð lögð fram.
11. Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030 (2017110334)
Lagt fram.
12. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 5. júní 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.
13. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 17. maí 2018 (2018010428)
Fundargerðin lögð fram.
14. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsókna Útvarpsklúbbsins sköpunar, áhugmf. um tækifærisleyfi (2018060093)
Bæjarráð staðfestir fyrra samþykki fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.