1176. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. júní 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Gunnar Þórarinsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari
1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. júní 2018 (2018010164)
Níundi liður í fundargerðinni, Sóltún 1- fyrirspurn um bílastæði (2018060166), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tíundi liður í fundargerðinni, Tjarnagata 29 - fyrirspurn um bílastæði (2018060167), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Ellefti liður í fundargerðinni, Austurgata 10 - fyrirspurn (2018060168), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tólfti liður í fundargerðinni, Klettatröð 6-10 - aðalskipulagsbreyting (2017110118), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Þrettándi liður í fundargerðinni, Klettatröð 15 - ósk um lóðarstækkun (2018060169), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Fjórtándi liður í fundargerðinni, Ferjutröð 2060-2064 - tillaga að deiliskipulagi (2017070037), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Fimmtándi liður í fundargerðinni, Hafnargata 29 - fyrirspurn (2018060170), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti liður í fundargerðinni, Hólagata 19 -23 - aðalskipulagsbreyting (2017040112), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti og annar liður í fundargerðinni, Reynidalur 3-13 - deiliskipulagsbreyting (2017030187), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti og þriðji liður í fundargerðinni, Hlíðahverfi, deiliskipulag - niðurstaða (2015100139), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti og fjórði liður í fundargerðinni, Dalsbraut 1og 2 - niðurstaða (2018040056), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti og níundi liður í fundargerðinni, Pósthússtræti 5 - 9 - aðalskipulagsbreyting (2018040062), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Þrítugasti og fyrsti liður í fundargerðinni, Stapabraut 1- aðalskipulagsbreyting (2018020144), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Þrítugasti og annar liður í fundargerðinni, Stapabraut 1- deiliskipulagsbreyting (2018020144), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Þrítugasti og þriðji liður í fundargerðinni, Víkurbraut 21-23 - aðalskipulagsbreyting (2017090121), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Þrítugasti og fjórði liður í fundargerðinni, Víkurbraut 21-23 - deiliskipulagsbreyting (2017090121), bæjarráð frestar málinu.
Þrítugasti og áttundi liður í fundargerðinni, Efnistaka Stapafelli og Súlum - umsögn (2018040110), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Fertugasti liður í fundargerðinni, Svæðisskipulag Suðurnesja - breyting á skipulagi (2017030458), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Fertugasti og fyrsti liður í fundargerðinni, Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2015-2030 (2018060190), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Fundargerðin samþykkt 5-0 að öðru leyti.
2. Vörubifreið fyrir umhverfismiðstöð (2018060219)
Bæjarráð samþykkir kaup á nýrri vörubifreið en fjármunir verða teknir út af bókhaldslykli 31-600. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
3. Skipting fulltrúa í heilbrigðisnefnd milli sveitarfélaga (2018060243)
Formanni bæjarráðs er falið að hefja viðræður við hin sveitarfélögin um skiptingu fulltrúa í heilbrigðisnefnd. Lögð er áhersla á að Reykjanesbær hafi tvo fulltrúa í nefndinni.
4. Vorsöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands 2018 - beiðni um styrk (2018060222)
Bæjarráð hafnar erindinu.
5. Skólavist nemenda með íslenskt táknmál að móðurmáli (2018060101)
Lagt fram.
6. Nesvellir íbúðir ehf. - hluthafafundur 28. júní 2018 (2018060224)
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti hækkun hlutafjár um kr. 130.000.000 en fellur frá forkaupsrétti sínum og mun ekki taka þátt í aukningunni. Formanni bæjarráðs falið að mæta á fundinn og fara með atkvæði Reykjanesbæjar.
7. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 21. júní 2018 (2018010222)
Lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.