1177. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. júlí 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Fundargerð velferðarráðs 28. júní 2018 (2018010214)
Lögð fram og samþykkt samhljóða 5-0.
2. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 28. júní 2018 (2018010352)
Þriðja mál frá 218. fundi stjórnar Reykjaneshafnar 28. júní 2018 var tekið sérstaklega fyrir með eftirfarandi bókun:
„Bæjarráð Reykjanesbæjar í umboði bæjarstjórnar, samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 34.000.000 kr. til 6 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurfjármögnunar afborgana af lánum Reykjaneshafnar, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarráð Reykjanesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjanesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.“
Heimildin samþykkt 5-0.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.
3. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. júní 2018 (2018030416)
Lögð fram.
4. Ráðning persónuverndarfulltrúa (2018060055)
Tilnefning um ráðningu persónuverndarfulltrúa samþykkt 5-0. Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að ganga frá ráðningu.
5. Stapaskóli, verkhönnun og verkframkvæmd - úrskurður kærunefndar útboðsmála (2016110190)
Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála.
6. Stefna í málefnum eldri borgara í Reykjanesbæ 2018-2028 - síðari umræða (2017090256)
Stefna í málefnum eldri borgara samþykkt 5-0.
7. Upplýsingatæknistefna Reykjanesbæjar - síðari umræða (2018040381)
Afgreiðslu frestað.
8. Endurbætur á kísilverksmiðju í Helguvík (2018060242)
Skýrsla frá Verkís lögð fram ásamt minnisblaði frá Lögfræðistofu Suðurnesja ehf. Bæjarstjóra falið að vinna í málinu.
9. Kjaraviðræður Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins (2018070004)
Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum ljósmæðra og ríkisins og skorar á samningsaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná samningum áður en hættuástand myndast í landinu.
10. Árshlutauppgjör janúar - mars (2018040368)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
1. Fjárhagsáætlun 2019 (2018070011)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir tímarammann 5-0. Tillögur að fjárhagsramma 2019 kynntar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45.