1178. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. júlí. 2018 kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Gunnar Þórarinsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Ólöf A Sanders, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Fundargerð barnaverndarnefndar 10. júlí 2018 (2018010344)
Lögð fram. Samþykkt samhljóða.
2. Rekstraruppgjör apríl 2018 (2018040368)
Lagt fram.
3. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Gallerí fasteigna ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hringbraut 96, 0101 (2018060014)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
4. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Gallerí fasteigna ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hringbraut 96, 0102 (2018060015)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
5. Nesvellir íbúðir (2018060224)
Formaður bæjarráðs fór yfir málefni Nesvalla íbúða.
6. Endurbætur á kísilverksmiðju í Helguvík (2018060242)
Drög að umsögn bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa um drög að matsáætlun Kísilverksmiðju Helguvík, lögð fram. Bæjarstjóra falið að koma umsögninni á framfæri til Verkís með fyrirvara um að bæjaryfirvöld geti komið með frekari athugasemdir á síðari stigum málsins.
7. Byggingarnefnd Stapaskóla (2016110190)
Kjörin bygginganefnd Stapaskóla. Í nefndinni eru: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders.
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá:
8. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar CC bílaleigu ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Njarðarbraut 11 (2018070099)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.45.