1183. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. ágúst 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði (2018080289)
Lagður var fram tölvupóstur frá ráðuneyti Samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Ráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu með vísan til 1. mgr. 50 gr. sveitarstjórnarlaga að standi tvö eða fleiri framboð saman að lista til að ná inn manni í byggðarráð teljist sá maður fulltrúi þeirra allra í ráðinu. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til endurskoðunar bæjarmálasamþykktar Reykjanesbæjar.
2. Sundhöll Keflavíkur - niðurstaða varðveislumats (2016010192)
Lagt fram.
3. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 13. ágúst 2018 (2018010210)
Fundargerð lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 16. ágúst 2018 (2018010222)
Fundargerð lögð fram.
5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2018080269)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima um tækifærisleyfi (2018080270)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fagrablaks frá Keflavík ehf. um tækifærisleyfi (2018080299)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Árshlutauppgjör janúar - júní (2018040368)
Regína Fanný Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds og Guðmundur Kjartansson, ráðgjafi mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. september 2018.