1187. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. september 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Gjaldskrá 2019 - fasteignagjöld (2018070011)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur hjá embætti byggingarfulltrúa mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Málinu frestað.
2. Umsókn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um stofnframlag vegna byggingar íbúða að Stapavöllum (2018080434)
Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 25.200.000,-. Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember 2016. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna.
3. Erindi frá Lotus Car Rental vegna úthlutunar lóða við Flugvelli (2018020091)
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu í samræmi við gildandi starfsreglur.
4. Ráðhús Reykjanesbæjar - breytingar á húsnæði (2018090012)
Bæjarráð samþykkir að farið verði í þarfagreiningu og að ASK arkitektar verði fengnir í verkið í samræmi við minnisblað dags. 12. september 2018. Kostnaður verði tekinn af bókhaldslykli 21011 4390.
5. Stefnumótun Reykjanesbæjar til 2030 (2018090138)
Bæjarráð samþykkir að farið verði í stefnumótun Reykjanesbæjar á grundvelli verkefnatillögu frá Capacent 14. september 2018. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Capacent. Kostnaður verði tekinn af bókhaldslykli 21011 4390.
6. Beiðni um kaup á tímum í Sporthúsinu fyrir Keflavík (2018080506)
Málinu frestað.
7. Nýr gervigrasvöllur vestan Reykjaneshallar (2018020005)
Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð nýs gervigrasvallar vestan Reykjaneshallar þar sem almenn sátt er um þá forgangsröðun en telur einnig brýnt að ráðist verði í stefnumótun í málaflokknum.
8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hljómahallar - veitinga ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Hjallavegi 2 (20180070084)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
9. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 10. september 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.
10. Stapaskóli - endurskoðun og hönnun byggingar (2016110190)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, sem skipa verkefnastjórn Stapaskóla ásamt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. október 2018.