1190. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12, 18. október 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Margrét Ólöf A. Sanders, Trausti Arngrímsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Jafnlaunastefna Reykjanesbæjar (2018100161)
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Jafnlaunastefnu Reykjanesbæjar er vísað til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
2. Endurgreiðsluhlutfall Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (2018100166)
Bæjarráð samþykkir tillögu tryggingastærðfræðingsins Bjarna Guðmundssonar og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2019.
3. Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um fjárlagafrumvarp 2019 (2018100160)
Lagt fram. Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi Sambandsins um að í fjárlagafrumvarpinu séu framlög ríkisins til verkefna á Suðurnesjum lægri en sambærileg verkefni í öðrum landshlutum. Bæjarráð hvetur Alþingi til að fjárframlög til Suðurnesja verði tekin til endurskoðunar.
4. Umsögn til velferðarnefndar Alþingis um ráðgjafastofu innflytjendamála (2018020015)
Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra varðandi þingsályktunartillögu um stofnun ráðgjafastofu innflytjenda.
5. Generation 2030 - Global goals for local priorities – heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (2018100155)
Bæjarráð samþykkir að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri verði fulltrúi Reykjanesbæjar á þinginu.
6. Umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2019 (2018100095)
Bæjarráð samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um kr. 200.000. Tekið út af lykli 21-010.
7. Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2019 (2018100154)
Erindinu hafnað.
8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. október 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 10. október 2018 (2018030416)
Fundargerðin lögð fram.
10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2018100164)
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti.
11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2018020015)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. nóvember 2018