1191. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. október 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Jasmina Crnac, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Ljósanótt 2018 - uppgjör (2018050235)
Uppgjör vegna Ljósanætur lagt fram.
2. Stefnumótun Reykjanesbæjar til 2030 - verksamningur (2018090138)
Verksamningur lagður fram.
3. Beiðni um styrk frá Foreldrafélagi Myllubakkaskóla (2018080176)
Málinu frestað.
4. Viðhald beitarhólfs og beitarréttar í Krísuvíkurlandi - ósk um fjármagn (2018100211)
Bæjarráð samþykkir kr.100.000.- í styrk. Tekið af lykli 21-011.
5. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 15. október 2018 (2018010242)
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 22. október 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Þórðarfells ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Tjarnabraut 24 (2018090316)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Aðalstöðvarinnar mathúss ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 86 (2018100150)
Lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
9. Samkomulag um lóðayfirfærslu frá Reykjaneshöfn til Reykjanesbæjar (2018040283)
Guðmundur Kjartansson ráðgjafi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Samkomulagið lagt fram.
10. Ósk um framlag til reksturs Reykjaneshafnar á árinu 2018 (2018100215)
Guðmundur Kjartansson ráðgjafi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir beiðni Reykjaneshafnar um allt að 200 milljóna króna framlag með vísan til 3. gr. í lánasamningi aðila frá 3. ágúst sl. með þeim fyrirvara að samþykki ráðherra fáist fyrir framlaginu með vísan til 3. mgr. 18.gr. hafnalaga nr. 61/2003.
11. Fjárhagsáætlun 2019 (2018070011)
Guðmundur Kjartansson fjármálastjóri, Regína Fanný Guðmundsdóttir, Halldór K. Hermannsson hafnarstjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mættu á fundinn og kynntu drög að fjárhagsáætlun sviðanna fyrir árið 2019.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. nóvember 2018.