1196. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 29. nóvember 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders , Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 21. nóvember 2018 (2016110190)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð, sem jafnframt er byggingarnefnd Stapaskóla, samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á kr. 2.587.082.547,-. Fermetraverð er áætlað kr. 352.464,- miðað við þá liði sem í útboði eru.
2. Endurskoðun sameiginlegrar menningarstefnu sveitarfélaga á Suðurnesjum (2018110330)
Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðun menningarstefnu til menningarráðs.
3. Tímabundin ráðning í starf fjármálastjóra (2018110332)
Lagt fram.
4. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (2018110335)
Greinargerð Halldórs Jónssonar forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja lögð fram.
5. Yfirlit yfir framlög til Reykjanesbæjar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2014 - 2019 (2018110353)
Lagt fram.
6. Stjórnsýsluúttekt á samskiptum Reykjanesbæjar og United Silicon (2018050281)
Minnisblað lagt fram.
7. Starfsaldursviðurkenningar í stað afmælisgjafa (2018110369)
Reykjanesbær hefur sent starfsmönnum kveðju og gjöf á afmælum starfsmanna. Nú er lagt til að breyta þessu fyrirkomulagi þannig að í stað þess að senda bókargjöf á stórafmælum verði tekinn upp sá siður að þakka og heiðra starfsmenn eftir 10 ára starf, 25 ára starf og eftir 40 ára starf. Þetta verði gert í árlegu hófi sem haldið er að vori.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að í stað afmælisgjafa verði veittar starfsaldursviðurkenningar.
8. Jólagjafir til starfsmanna 2018 (2018110372)
Lagt fram.
9. Gamla búð (2018090122)
Leiðrétting á 2. máli frá 1195. fundi bæjarráðs 22. nóvember 2018. Bæjarráð samþykkir að kr. 10.500.000,- verði færðar af deild 31-010 yfir á 31-311.
10. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2018020015)
Bæjarráð samþykkir að senda framlagða umsögn til Alþingis.
11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjörheima félagsmiðstöðvar um tækifærisleyfi (2018110279)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
12. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 21. nóvember 2018 (2018010221)
Lagt fram.
13. Fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og sameiginlega rekinna stofnana 2019 (2018110278)
Lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunar 2019.
14. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 (2018070011)
Breytingar á fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2019 - 2022.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingu á fjárhagsáætlun milli umræðna. Veitt verði sérstakt framlag vegna afmælisárs Ljósanætur kr. 2.000.000,-. Heildarframlag verður því kr. 10.000.000,-.
Tillögu Margrétar Þórarinsdóttur varðandi skólamáltíðir er hafnað.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til seinni umræðu í bæjarstjórn þann 4. desember 2018.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2019 - 2022 til seinni umræðu í bæjarstjórn þann 4. desember 2018.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. desember 2018.