1199. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. desember 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Tilboð í byggingu 1. áfanga Stapaskóla (2016110190)
Bæjarráð sem jafnframt er bygginganefnd skólans samþykkir að taka lægsta tilboði frá Eykt ehf. kt. 560192-2319 vegna byggingar Stapaskóla á grundvelli útboðs/20827 að fjárhæð kr. 2.454.644.358.- með virðisaukaskatti.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að skrifa undir samninginn.
2. Skipulagsmál í Helguvík (2018100079)
Bréf frá Unnari Steinari Bjarndal lögmanni fyrir hönd Reykjanesbæjar til Skipulagstofnunar dags. 17. desember 2018, Mannvirkjastofnunar dags. 18. desember 2018 og til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis dags. 18 desember 2018 lögð fram.
3. Fráveitukerfi Reykjanesbæjar (2018120221)
Minnisblað frá Eflu hf. verkfræðistofu lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
4. Stefna frá Gildi lífeyrissjóði (2018120211)
Lögð fram stefna frá Gildi lífeyrissjóði vegna uppgjörs á skuldabréfaflokki.
5. Samkomulag um Hólamið (2018120133)
Bæjarráð samþykkir samkomulag á milli Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar um afturköllun á umboði dags. 3. júlí 2007 og endurgreiðslu til Reykjaneshafnar að fjárhæð kr. 241.089.118.
6. Fjármál Reykjanesbæjar - svar við erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2018120123)
Bæjarráð samþykkir drög að svari til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitafélaga.
7. Endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar (2018070226)
Bæjarstjóra falið að halda áfram að vinna í málinu.
8. Útgjaldajöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs 2019 (2018110353)
Lagt fram.
9. Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 10. október 2018 (2018120229)
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 25. október 2018 (2015020131)
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 14. desember 2018 (2018030149)
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. desember 2018 (2018030416)
Fundargerðin lögð fram.
13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Baltasars Bjarma Björnssonar um tækifærisleyfi (2018120189)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
14. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ráarinnar ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Hafnargötu 19 (2018110021)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
15. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Helenu Bjarndísar Bjarnadóttur um leyfi til að reka gististað í flokki II að Austurgötu 10 (2018110104)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
16. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Eldeyjar airport hótels ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Lindarbraut 634 (201811135)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
17. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2018020015)
a. Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál
https://www.althingi.is/altext/149/s/0558.html
b. Tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál
https://www.althingi.is/altext/149/s/0631.html
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. janúar 2019.