1216. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. apríl 2019 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2018 (2018120209)
Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og fylgdi eftir svörum við fyrirspurnum varðandi ársreikninginn sem Gunnar Þórarinsson frá Frjálsu afli lagði fram á síðasta bæjarstjórnarfundi 16. apríl.
Eftirfarandi bókun barst frá Gunnari Þórarinssyni, Frjálsu afli:
„1. Við í Frjálsu afli fögnum því að árituninni verði breytt hvað fyrirvarana varðar, enda teljum við enga þörf á fyrirvörunum þar sem skuldaviðmiðinu hefur verið náð og ekki gert ráð fyrir í núgildandi áætlunum að skuldaviðmið hækki aftur.
2. Þrátt fyrir að innihald sölusamnings sem var undirritaður 2018 sé með einhverjum hætti bundið trúnaði, þá er ljóst að taka verður tillit til hans við gerð ársreiknings. Þar eru til hliðsjónar lög um gerð ársreikninga sveitarfélaga.
Telja endurskoðendur að ákvæði í samningum um trúnað gangi framar reglum um gerð ársreikninga sveitarfélaga þannig að ekki megi taka tillit til upplýsinga sem koma fram í samningnum?
3. Hvaða áætlanir liggja að baki spá um versnandi stöðu? Óskað er eftir öllum þeim gögnum sem styðja þessa fullyrðingu sem og áætlunina fram til ársloka 2022.“
Gunnar Þórarinsson, Frjálst afl.
2. Opinber heimsókn forseta Íslands til Reykjanesbæjar 2. - 3. maí 2019 (2019040292)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu vegna opinberrar heimsóknar forseta Íslands að upphæð kr. 2.300.000, tekið af bókhaldslykli 21-011-9220 og fært inn á bókhaldslykil 21-010-4210.
3. Endurskoðun stjórnskipulags (2018070226)
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram með fyrirliggjandi drög og vísar málinu til bæjarstjóra til nánari vinnslu.
4. Sameining Kölku og Sorpu - mat á fýsileika (2017050304)
Sérfræðiálit unnið af Hauki Björnssyni frá SPERORA fyrir eigendur Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að undirbúa kynningarfund um álitið.
5. Nýtt hjúkrunarheimili (2018040137)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn.
Samningsdrög um byggingu hjúkrunarheimilis lögð fram og bæjarstjóra falið að vinna áfram með verkefnið.
6. Birting gagna með fundargerðum á vef Reykjanesbæjar (2019040151)
Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, var í símasambandi og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir reglurnar um birtingu gagna með fundargerðum á vef Reykjanesbæjar.
7. Atvinnu- og þróunarsvæði á Miðnesheiði - viljayfirlýsing (2016050195)
Viljayfirlýsingin lögð fram og bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
8. Ný lög um opinber innkaup - námskeið 6. maí 2019 (2019040285)
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á lögum um opinber innkaup sem taka gildi 31. maí 2019.
9. Aðalfundur Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 9. maí 2019 (2019040302)
Fundarboðið lagt fram.
10. Aðalfundur Keilis 13. maí 2019 (2019040297)
Fundarboðið lagt fram. Bæjarráð felur Guðbrandi Einarssyni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
11. Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018 (2019040284)
Ársskýrslan lögð fram.
12. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. apríl 2019 (2019010517)
Fundargerðin lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2019.