1217. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. maí 2019, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Jasmina Crnac, Margrét A. Sanders, Díana Hilmarsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2018 (2018120209)
Sturla Jónsson og Theodór S. Sigurbergsson, löggiltir endurskoðendur frá Grant Thornton og Regína Fanný Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir ársreikningnum.
2. Samkomulag við Ásbrú Fasteignir vegna Virkjunar (2019040272)
Bæjarráð frestar málinu.
3. Aðlögunaráætlun 2019 - 2022 (2018120116)
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagt fram og bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna í málinu.
4. Bílskúrar við Sólvallagötu (2019030395)
Bæjarráð samþykkir að kaupa fjóra bílskúra að Sólvallagötu 42 að kaupverði kr. 8.200.000 samkvæmt fyrirliggjandi kauptilboði. Kaupverð þessara fjögurra skúra ásamt áður keyptum bílskúr, sem var afgreitt í bæjarráði 28. mars sl., er tekið út af bókhaldslykli 31-600 og verður því heildarfjárhæðin ásamt kostnaði kr. 9.500.000.
5. Framkvæmd fjárhagsáætlana sveitarfélaga (2019040353)
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 23. apríl lagt fram til kynningar.
6. Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja 2. maí 2019 (2019040323)
Fundarboðið lagt fram.
7. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 27. mars 2019 (2019030040)
Fundargerð lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 17. apríl 2019 (2019020298)
Fundargerð lögð fram.
9. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 23. apríl 2019 (2019010267)
Fundargerð lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2019.