1221. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. maí 2019 kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Heimsmarkmið á Suðurnesjum (2019051904)
Theodóra Þorsteinsdóttir verkefnastjóri Isavia mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og greiða allt að kr. 3.166.100. Fjármunirnir eru teknir út af bókhaldslykli 21-011.
Fylgigögn
Samráðsvettvangur um samfélagsábyrgð á Suðurnesjum - kostnaðarskipting
2. Endurskoðun stjórnskipulags (2019050809)
Róbert Ragnarsson ráðgjafi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð, sem stjórnskipulagsnefnd, samþykkir tillögu RR Ráðgjafar um nýtt skipurit Reykjanesbæjar og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. júní nk. Samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta, Beinnar leiðar, Framsóknarflokks og Samfylkingar, Margrét A. Sanders, Sjálfstæðisflokki, greiddi atkvæði á móti og Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli, sat hjá.
3. Helmingshlutur HSV Eignarhaldsfélags til sölu (2019051841)
Þórbergur Guðjónsson og Lilja Gylfadóttir frá Arion banka mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að gera ekki tilboð í hlut í HSV Eignarhaldsfélagi slhf.
4. Umsókn um stofnframlag 2019 - Skógarbraut 926 - 929 (2019050782)
Bæjarráð hafnar erindinu.
5. Slit á FORK sjóðnum (2019052687)
Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi um slit á Fagfjárfestasjóðnum ORK að fjárhæð kr. 4.068.820.749,- sem rennur til Reykjanesbæjar og felur bæjarstjóra að skrifa undir samkomulagið.
6. Tillaga að nýrri staðsetningu bæjarstjórnarfunda (2019051901)
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að frá og með 20. ágúst 2019 verði fundir bæjarstjórnar framvegis í Hljómahöll í sal merktum Merkinesi.
7. Beiðni um styrk frá Pólska skólanum (2019051900)
Bæjarráð samþykkir að vísa þessu til fræðslusviðs.
Fylgigögn
Beiðni um styrk
8. Kjaradeila Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga (2019052011)
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn
Tölvupóstur frá Starfsgreinasambandi Íslands
9. Íbúasamráðsverkefni (2019050827)
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn
Val á sveitarfélögum - bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 22. maí 2019 (2019050798)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn
Fundargerð 744. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
11. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 24. maí 2019 (2019052010)
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn
Fundargerð 72. fundar Heklunnar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2019.