1222. fundur

06.06.2019 08:00

1222. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. júní 2019, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Flugvöllur í Hvassahrauni (2019060034)

Eyjólfur Árni Rafnsson, f.h. starfshóps um flugvallarkosti á suðvesturhorninu mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum lið.

2. Uppbygging íþróttamannvirkja og svæða - rýnivinna (2019050297)

Snædís Helgadóttir frá Capacent og Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Bæjarráð vísar málinu til íþrótta- og tómstundaráðs.

3. Stefnumótun Reykjanesbæjar til 2030 (2019050834)

Bæjarráð vísar stefnumótuninni til næsta bæjarstjórnarfundar 11. júní n.k.

4. Suðurnes 2019 - aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins (2019060036)

Bæjarráð fagnar fjármögnun ríkisins á aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

5. Vatnslögn vegna þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita (2019060015)

Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fela Guðlaugi Helga Sigurjónssyni, sviðstjóra umhverfissviðs að vinna í málinu.

Fylgigögn

Vatnslögn vegna þjónustumiðstöðvar

6. Beiðni um vinabæjarsamstarf frá Ustrzyki Dolne í Póllandi (2019060016)

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn

Beiðni um vinabæjarsamstarf. 

7. Sameiningarviðræður Kölku og Sorpu (2019050814)

Bæjarráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur varðandi framtíð Kölku með öðrum eigendum félagsins. Bæjarráð tilnefnir Friðjón Einarsson sem fulltrúa Reykjanesbæjar í vinnuhópnum.

Fylgigögn

Sameiningarviðræður Kölku og Sorpu

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. maí 2019 (2019050802)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitafélaga

9. Stapaskóli - mat á fjárhagslegum áhrifum (2019060076)

Lagt fram uppfært mat á fjárhagslegum áhrifum vegna byggingar Stapaskóla skv. 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bæjarstjóra falið að koma því áleiðis til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:0. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. júní 2019.