1223. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12, þann 13. júní 2019, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Anna S. Jóhannesdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Lóðar- og hafnarsamningur milli Reykjaneshafnar og Thorsil (2019060173)
Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri mættu á fundinn.
Bæjarráð vísar málinu til Ásbjörns Jónssonar, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs til frekari vinnslu.
2. Íbúðafélag Suðurnesja – ósk um viljayfirlýsingu (2019051925)
Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mættu á fundinn.
Erindinu frestað. Bæjarstjóra falið að vinna frekar í málinu.
Fylgigögn
Ósk um viljayfirlýsingu
3. Ósk um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum (2019050470)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að fella niður gatnagerðargjald á grundvelli 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 með þeim fyrirvara að sveitarfélagið verði ekki fyrir neinum kostnaði vegna byggingarinnar.
4. Heimsókn til Kristiansand – skýrsla (2019050829)
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Fylgigögn
Kristiansand samantekt
5. Öldungaráð Reykjanesbæjar (2019051177)
Lagt fram og fulltrúa Reykjanesbæjar falið að boða til fyrsta fundar Öldungaráðs Reykjanesbæjar.
6. Ársskýrsla Byggðastofnunar 2018 (2019060152)
Ársskýrslan lögð fram.
Fylgigögn
Ársskýrsla Byggðastofnunar
7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. nr. 504, 4. júní 2019 (2019050804)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn
Fundargerð Kölku, 504. fundur
8. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs nr. 52. 7. júní 2019 (2019060164)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn
Fundargerð stjórnar Reykjanesjarðvangs
9. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Indie Campers Iceland ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Brekkustíg 42 (2019050793)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
10. Brunavarnir Suðurnesja – Hringbraut 125 (2019060175)
Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
Fylgigögn
Verðmat
Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
11. Vatnslögn vegna þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita (2019060015)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir tillögu sem kemur frá umhverfissviði um að lögð verði vatnslögn að Reykjanesvita. Fjárhæð tekin af bókhaldslykli 31-600 að upphæð allt að kr. 6.000.000.
Fylgigögn
Vatnslögn að Reykjanesvita - bráðabirgðalögn
Vatnslögn að Reykjanesvita – grunnmynd og teikningar
Vatnslögn vegna þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. júní 2019.