1237. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. september 2019 kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Margrét Ólöf A Sanders, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Almenningssamgöngur (2019090564)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri og Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
2. Rekstraruppgjör janúar - júlí 2019 (2019050497)
Lagt fram.
3. Reglur um laun kjörinna fulltrúa (2019090332)
Bæjarráð samþykkir að við kaflann vinnureglur og nánari skýringar, í reglum um laun bæjarfulltrúa, nefndarmanna og fundarritun starfsmanna hjá Reykjanesbæ bætist við eftirfarandi grein:
„Til lækkunar á greiðslu er fundarseta fyrir heilan dag skilgreind sem einn fundur í stað tveggja funda áður (t.d. fjármálaráðstefna, aðalfundur SSS).
Fyrir fund sem tekur minna en 4 stundir greiðast ½ nefndarlaun.“
4. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2. október 2019 (2019090613)
Bæjarráð leggur til að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fari á fundinn.
Fylgigögn:
Fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2. október 2019
5. Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 15. ágúst 2019 (2019080406)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 19. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 15. ágúst 2019
6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. september 2019 (2019050798)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 748. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. september 2019
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Veitingahússins Thai ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 39 (2019080339)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar B&B Guesthouse ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki III að Hringbraut 92 (2019080516)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
9. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Green Motion (Grundir ehf.) um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Vesturbraut 10 (2019090021)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2019.