1242. fundur

31.10.2019 08:00

1242. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. október 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Jasmina Crnac, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Ályktun opins fundar um mengandi stóriðju í Helguvík (2019100415)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Ályktun opins fundar um mengandi stóriðju

2. Bergið headspace - umsókn um styrk (2019090530)

Ekki er hægt að verða við erindinu að þessu sinni.

Fylgigögn:

Umsókn um styrk til reksturs Bergsins headspace
Bergið headspace - lýsing á verkefni

3. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2019050801)

a. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0049.html

Fylgigögn:

Upplýsingar um tillöguna frá nefndasviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan

b. Frumvarp til laga um stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum, 127. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0127.html

Fylgigögn:

Upplýsingar um tillöguna frá nefndasviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan

c. Frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0248.html

Fylgigögn:

Upplýsingar um tillöguna frá nefndasviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan

Umsagnarmál lögð fram. Bæjarráð vísar frumvarpi til laga um stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum til fræðslustjóra.

4. Kjaramál (2019100102)

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur varðandi kjaramál sviðsstjóra og forstöðumanna og formanni falið að ganga frá málinu.

5. Ráðningarbréf endurskoðenda (2019100434)

Bæjarráð felur formanni og bæjarstjóra að undirrita ráðningarbréf kjörinna endurskoðenda ársreikninga Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Ráðningarbréf endurskoðenda

6. Fjárhagsáætlun 2020 (2019070112)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja, Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir, verkefnastjóri Súlunnar, Ásbjörn Jónsson, lögmaður, Unnar Steinn Bjarndal, bæjarlögmaður og Halldór K. Hermannsson hafnarstjóri, mættu á fundinn og kynntu drög að fjárhagsáætlun framkvæmdarstjórnar og hafnarstjóra fyrir árið 2020.

Meirihluti bæjarráðs, Samfylking, Framsókn og Bein leið, samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsramma skatttekna 2020. Minnihluti bæjarráðs situr hjá, Sjálfstæðisflokkur og Frjálst afl.

Meirihluti bæjarráðs, Samfylking, Framsókn og Bein leið samþykkir tillögu að fjárhagsramma fyrir 2020. Minnihluti bæjarráðs situr hjá, Sjálfstæðisflokkur og Frjálst afl.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.