1243. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. nóvember 2019, kl. 08:00
Viðstaddir:Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson, Jasmina Crnac, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Fjárhagsáætlun 2020 (2019070112)
Bæjarstjóri fór yfir málið.
2. Gjaldskrá 2020 (2019110037)
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir árið 2020. Engir liðir í gjaldskrá hækka meira en 2,5%. Baldur Þ. Guðmundsson Sjálfstæðisflokki situr hjá.
3. Víkjandi lán Reykjanesbæjar til Reykjaneshafnar (2019050845)
Bæjarráð samþykkir að breyta skilmálum skuldabréfsins við Reykjaneshöfn með viðauka. Greiðsla vaxta og verðtrygginga samkvæmt skuldabréfinu verða fryst til fyrsta gjalddaga 2023.
4. Reykjaneshöll (2019110036)
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við eiganda Reykjaneshallar um breytingar á leigusamningi.
5. Endurfjármögnun LSR – drög að samningi við Fossar markaðir hf. (2019060364)
Bæjarráð samþykkir samning við Fossar markaðir hf. um að fyrirtækið hafi yfirumsjón með endurfjármögnun á 8,3 milljörðum króna vegna skulda Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. og eftir atvikum frekari útgáfu til fjármögnunar eða endurfjármögnunar Reykjanesbæjar.
6. Viðhald gróðurs í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi - ósk um fjármagn (2019100430)
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 250.000 til að viðhalda beitarhólfum í landi Krísuvíkur.
Fylgigögn:
Viðhald gróðurs í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi
7. Stapaskóli – framvinduskýrsla (2019050677)
Framvinduskýrsla lögð fram.
8. Aðild að rammasamning um raforku (2019051837)
Minnisblað lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
9. Beiðni um viðbótarfjármagn (2019110031)
Málinu frestað.
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. október 2019 (2019050802)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. október 2019
11. Breyting á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi - umsögn í samráðsgátt (2019110033)
Lagt fram.
Fylgigögn:
Umsögn í samráðsgátt
12. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2019050801)
a. Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu, 38. mál
https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150mnr=38
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn.
Fylgigögn:
Upplýsingar um tillöguna frá nefndarsviði Alþingis
Umsögn Reykjanesbæjar
b. Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.
https://www.althingi.is/altext/150/s/0066.html
Fylgigögn:
Upplýsingar um tillöguna frá nefndarsviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 19. nóvember 2019